fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Stundin sem allir hafa beðið eftir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. apríl 2018 10:03

Kim Jong-un og Moon Jae-in leiðtogar Kóreuríkjanna hittust fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að söguleg stund hafi orðið á Kóreuskaga í nótt þegar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tókust í hendur og ræddu um afvopnum kjarnavopna.

Grunnt hefur verið á því góða á milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og um tíma leit jafnvel út að stríð væri að fara brjótast út á milli nágrannaþjóðanna.

Kim og Moon hittust á hlutlausu svæði á landamærum ríkjanna í nótt að íslenskum tíma. Leiðtogarnir tókust í hendur og ræddu um mikilvægi þess að friður ríkti á Kóreuskaga. Var það táknræn stund þegar Kim bauð Moon að stíga yfir landamærin til Norður-Kóreu sem sá síðarnefndi þáði.

Leiðtogarnir ræddu einnig mikilvægi þess að bæta samskipti ríkjanna; báðir lýstu áhuga á því að hittast aftur. Að fundi loknum sagði Moon að um mjög góðan og gagnlegan fund hafi verið að ræða.

Undir lok fundarins skrifuðu leiðtogarnir undir yfirlýsingu þar sem kveðið er á um afkjarnavopnavæðinu, endanleg lok Kóreustríðsins og það markmið að sameina sundraðar fjölskyldur milli ríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska