fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Höskuldur ósáttur: „Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina“

Segir nýjasta útspil Sigmundar Davíðs geta sett allt í upplausn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vandar formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni. Höskuldur segir að það útspil Sigmundar, að ekki sé víst að þingkosningar fari fram í haust, setji ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám.

Þingmenn Framsóknarflokksins, til að mynda Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi Sveinsson, hafa báðir sagt að klára þurfi ákveðin mál í þinginu áður en til kosninga kemur. Takist það ekki verði ekkert úr því að kosið verði. Þessu er Höskuldur ósammála og segir hann ekki koma annað til greina en að standa við það samkomulag sem gert var í vor.

„Í kjölfar bréfs formanns Framsóknarflokksins til félagsmanna hafa á ný kviknað efasemdir um það hvort kosningar verði haldnar í haust eða ekki. Í kjölfar Panamaskjalanna þar sem upplýst var um spillingu, leynd, skattsvik fjölmargra einstaklinga, sagði þáverandi forsætisráðherra af sér. Í kjölfarið samþykkti þingflokkur Framsóknarflokksins það skilyrði Sjálfstæðismanna að kosningar yrðu haldnar í haust gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn féllist á að Framsóknarflokkurinn skipaði áfram forsætisráðherra úr sínum röðum. Á það féllst Sjálfstæðisflokkurinn og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af formanni flokksins. Þetta skilyrði setti þingflokkur framsóknarmanna ekki síst til að tryggja að unnt væri að halda áfram vinnu við og klára mikilvæg mál á borð við húsnæðisfrumvörp, afnám hafta, mikilvægar samgöngubætur auk fleiri mála sem listuð voru upp í samkomulaginu,“ segir Höskuldur í færslunni.

Hann segir að Framsóknarflokkurinn hafi unnið í samræmi við þetta og hann hafi að minnsta kosti litið svo á að ekki komið annað til greina en að standa við samkomulagið sem gert var. Höskuldur segist ekki vera einn um þessa skoðun í þingflokknum og bendir hann á ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra um að hann væri maður orða sinna.

„Ég dreg þá ályktun að nýjasta atburðarásin sé forsætisráðherra mjög á móti skapi. Nýjasta útspil formanns flokksins er að mínu mati til þess eins fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn,“ segir Höskuldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna