fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Vilja banna bænaköll múslima í Noregi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar norska Framfaraflokksins hafa lagt til að bænaköll múslima í Noregi verði bönnuð. Þessi tillaga kemur til vegna þess að moskur í Noregi eru sagðar stefna á að byrja með bænaköll í ljósi þess að þau voru nýlega leyfð í tveimur moskum í nágrannaríkinu Svíþjóð.

Í ályktun flokksins í Buskerud kemur fram að margir líti á bænaköllin sem óviðeigandi og hreinlega pirrandi truflun. „Í Noregi ríkir trúfrelsi og að sama skapi ætti fólk að eiga rétt á því að heyra ekki bænaköllin ef það vill það ekki.“

Þetta er ekki fyrsta skipti sem Framfaraflokkurinn í Noregi leggur fram álíka tillögu. Fyrrverandi formaður flokksins, Carl Hagen, lagði fram sömu tillögu árið 2000.

Sitt sýnist hverjum um þetta; sumir fagna tillögunni á meðan aðrir óttast að hún brjóti í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Norska dómsmálaráðuneytið er að minnsta kosti þeirrar skoðunar að hún kunni að brjóta gegn 9. grein sáttmálans.

Jon Helgheim, talsmaður innflytjendamála hjá flokknum, segir við Vårt Land dagblaðið að honum sé í raun alveg sama um þennan tiltekna kafla mannréttindasáttmálans. „Það sem er mér efst í huga er að fólk fái frið og þögn í sinni heimabyggð. Það felur í sér að fólk verði ekki fyrir truflun af bænaköllunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Í gær

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Í gær

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“