fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Eyjólfur og Gunnar stofna Karlalistann í kvöld: „Feministarnir eru búnir að sölsa undir sig allt samfélagið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnfundur Karlalistans svokallaða verður haldinn í kvöld klukkan átta á Regus í Ármúlanum. Gunnar Kristinn Þórðarson, sem hefur verið viðloðandi Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn, virðist vera einn helsti kyndilberi flokksins og tilkynnir hann þetta á Facebook.

Liðsmenn Karlalistans virðast fyrst og fremst koma úr hinum umdeilda #daddytoo hópi á Facebook. Þar tilkynnti Gunnar fyrst um framboðið: „Hópur feðra hefur ákveðið að kanna grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninga í vor. Okkur er ljóst að engum stjórnmálaflokki er treystandi fyrir málefnum feðra á hinu pólitíska litrófi og má segja að þátttaka stjórnmálamanna í femínistaskjölunum svokölluðu hafi valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir foreldrajafnrétti.“

Svo virðist þó sem þessi hugmynd eigi sér breiðari skýrskotun og hefur stjórnandi Karlmennskuspjallsins, Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, tekið vel í framboðið. Hann setur framboðið þó ekki í samhengi við tálmun barna, líkt og liðsmenn #daddytoo, og virðist sjá framboðið sem and-femínískt afl. Eyjólfur er helst þekktur fyrir að hafa tekið yfir stjórnmálaflokkinn Flokk heimilanna, sem Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúður Karlsdóttir á Útvarpi Sögu voru í framboði fyrir.

Innan Karlmennskuspjallsins skrifar Eyjólfur: „Ég vil minna ykkur á stofnfund karlalistanns í kvöld kl 2000 í Armúla 4. Ég veit að við erum alveg hingað og þangað í pólitík og kannski flestir í Sjálfstæðisflokknum en maður spyr sig, hvað hafa allir þessir flokkar verið að gera allann þann tíma sem blessaðir feministarnir eru nokkurnveginn búnir að sölsa undir sig allt samfélagið hér og sannfært ráðamenn um að karlmennska sé af hinu illa og að feminismi sé lausnin.

„Burt með það rugl. Gerum eitthvað í málunum í staðinn fyrir að röfla bara á netinu og á kaffistofunum. Ef við gerum ekkert þá vöknum við upp seinna með börnin okkar full innrætt af „feminista fræðum“ (kynjafræði) úr skólanum og við þurfum bara að kyngja því. Keyrum á þetta. Fuck it, hvað er það versta sem getur komið fyrir? Jafnrétti kannski bara?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi