fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Enn í afneitun eftir hörmulegan dauða eiginkonunnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hugsaði strax til barnanna, hvernig segir maður þeim að mamma þeirra sé dáin?,“ segir Michael Riordan, eigimmaður Jennifer Riordan, konunnar sem lést þegar sprenging varð í hreyfli farþegaþotu Southwest Airlines þann 17. apríl síðastliðinn.

Jennifer, sem var aðstoðarforstjóri Wells Fargo í Nýju-Mexíkó, var sú eina sem lést í slysinu. Hún sat við gluggann þar sem sprengingin varð.

Michael ræddi slysið í viðtali við ABC News í gærkvöldi og þar kom fram að hann hefði kynnst eiginkonu sinni fyrir 29 árum, þegar þau voru bæði táningar.

Michael rifjaði upp á sjúkrahússprestur í Philadeplhiu hefði hringt í sig og sagt að hann þyrfti nauðsynlega að ná tali af Michael. Presturinn spurði hvort hann væri Michael og hvort hann væri kvæntur Jennifer Riordan.

Michael kveðst hafa orðið undrandi, enda hafi Jennifer verið á leið til Chicago en ekki Philadephiu. Hér hlyti að vera um einhvern misskilning að ræða. „Hann sagði að læknir þyrfti að tala við mig og hann myndi hringja eftir nokkrar mínútur.“

Michael fór strax á netið til að leita frétta um það hvort eitthvað hefði komið fyrir í flugferðinni. Hann var fljótur að finna frétt þess efnis að sprenging hefði orðið um borð í vélinni og einn farþegi hefði verið fluttur slasaður á sjúkrahús. „Ég hugsaði með mér að flugvélin hafi allavega ekki hrapað. Hún gæti ekki verið mjög illa slösuð, líklega væri hún á sjúkrahúsinu af öryggisástæðum. Þetta gæti ekki verið svo slæmt.“

Tveimur mínútum síðar hringdi læknirinn og sagði honum tíðindin að eiginkona hans væri látin. Michael segist ekki hafa trúað þessu og hann trúi þessu ekki enn. „Fullkomin afneitun. Ég er enn í afneitun,“ sagði hann.

Jennifer, sem var 43 ára, var jarðsett um liðna helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar