fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
FréttirPressan

Hreyfing virkar sem „heimagert“ Viagra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öflug hreyfing nokkrum sinnum í viku getur bætt reisn getnaðarlimsins hjá körlum sem glíma við risvanda. Líkamsþjálfun sem fær púlsinn vel í gang, 40 mínútur í einu fjórum sinnum í viku, gagnast gegn risvandamálum sem eiga rætur að rekja til æðakölkunar. Þetta má því kannski kalla „heimagert“ Viagra.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hafa verið birtar í Journal of Sexual Medicine. Vísindamenn rannsökuðu hversu mikla hreyfingu þarf til að karlmenn með æðakölkun bæti úr risvandamálum sínum. Eftir stífar æfingar  í hálft ár, þar sem karlarnir æfðu í 40 mínútur fjórum sinnum í viku höfðu allir þátttakendurnir náð betri reisn.

Hjá körlum er æðakölkun orsök risvandamála í þremur af hverjum fjórum tilfellum. Æðakölkun lætur á sér bera þegar menn eldast og ofþyngd, skortur á hreyfingu og reykingar gera hana verri. Karlar undir fertugu geta einnig glímt við risvandamál ef þeir hreyfa sig lítið sem ekkert.

Til að fá reisn verður að vera gott blóðflæði og sveigjanleiki í æðunum. Æðarnar stífna og vera síður hreyfanlegar þegar æðakölkun lætur á sér kræla og þá geta risvandamál gert vart við sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér