fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
FréttirPressan

Rannsakar ösku úr Kötlu til að reyna að koma í veg fyrir nýtt öngþveiti í alþjóðaflugi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 20:00

Kötlugos 1918. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Eyjafjallajökull gaus 2010 lamaðist flugumferð í Evrópu að stórum hluta vegna öskunnar sem barst frá eldstöðinni. Rúmlega 100.000 flugferðum var aflýst og rúmlega 10 milljónir flugfarþega voru strandaglópar. Tekjutap flugfélaganna hljóp á sem svarar til tuga milljarða íslenskra króna.

Johanne Schmith, danskur eldfjallafræðingur, vinnur nú að rannsóknum á ösku úr Kötlu en með rannsóknum sínum á hvernig askan í Kötlu myndast vonast hún til að geta undirbúið heiminn betur undir næsta stóra eldgos á Íslandi. Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins.

Fram kemur að það sé Volcanic Ash Advisory Centers (VAAC) sem sendir út viðvaranir um öskuský. Þar er fylgst vel með öskuskýjum og spár gerðar um dreifingu hennar þannig að hægt sé að beina flugumferð frá ákveðnum svæðum. Haft er eftir Schmith að ekki sé hægt að gera nákvæm líkön nema góð gögn séu fyrir hendi og þeirra gagna er hún að reyna að afla með rannsóknum sínum.

Án þessara gagna verður VAAC að starfa út frá varúðarsjónarmiðum og banna flugumferð lengur en hugsanlega er nauðsynlegt. Þetta hefur í för með sér mikil útgjöld fyrir flugfélögin og samfélagið og því munu rannsóknir Schmith hugsanlega geta sparað alþjóðasamfélaginu háar fjárhæðir í framtíðinni.

Hún rannsakar hæð öskuskýja, stærð öskunnar og magnið sem hefur komið upp í eldgosum. Þessar rannsóknir veita nýja þekkingu en Schmith hefur unnið að rannsóknum á ösku úr Kötlu úr gosum á sautjándu og átjándu öld.

„Við getum ekki spáð fyrir um næsta gos en með þeirri vitneskju sem við öflum úr tveimur fyrri eldgosum getum við gert nákvæmari spár um hvað muni gerast.“

Hefur Danska ríkisútvarpið eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Í gær

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir