fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
FréttirPressan

Banna einkaaðilum að leigja út íbúðir sínar á Mallorca

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 17:30

Frá Mallorca. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem ætla að fara í frí til Palma de Mallorca, höfuðstaðarins á Mallorca, verða að endurskoða ferðaáætlanir sínar ef þeir hafa haft í hyggju að leigja íbúðir af einkaaðilum. Borgarstjórnin hefur samþykkt að banna einkaaðilum að leigja út íbúðir sínar í gegnum öpp og heimasíður á borð við Airbnb. Bannið tekur gildi í júlí.

BBC skýrir frá þessu. Antoni Noguera Ortega, borgarstjóri, segir að markmiðið sé að stöðva sívaxandi útleigu á íbúðum í eigu einkaaðila en sífellt fleiri íbúðir hafa verið leigðar út til ferðamanna á undanförnum árum

Frá 2015 til 2017 jókst útleiga á íbúðum í eigu einkaaðila til ferðamanna um 50 prósent. Þetta hefur að mati gagnrýnenda orðið til þess að leiguverð í borginni hefur hækkað. Samkvæmt frét El Pais hefur leiguverðið í borginni að meðaltali hækkað um 40 prósent frá 2013. Þetta hefur vakið gremju meðal heimamanna sem finna vel fyrir hærra leiguverði. Ortega sagði í samtali við BBC að hann telji að fleiri borgir og bæir muni fylgja fordæmi borgarstjórna því með þessu sé hægt að ná jafnvægi.

Palma de Mallorca er fyrsta borgin á Spáni, sem er þriðja stærsta ferðamannaland heims, sem setur bann sem þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Í gær

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi