fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
FréttirPressan

Ákærð fyrir að hafa orðið þriggja ára dóttur sinni að bana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. apríl 2018 17:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

28 ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa orðið þriggja ára dóttur sinni að bana í Þrándheimi í Noregi í júní á síðasta ári. Sambýlismaður konunnar, stjúpfaðir litlu stúlkunnar, er ákærður fyrir að hafa ekki stöðvað ofbeldið og að hafa ekki tilkynnt lögreglu og barnaverndaryfirvöldum um ofbeldið.

Konan er einnig ákærð fyrir að hafa beitt tvö eldri börn sín ofbeldi en þau hafa ekki náð 10 ára aldri. Sambýlismaður hennar er sagður hafa verið vitni að ofbeldinu. TV2 skýrir frá þessu.

Konan kom með litlu dóttur sína á læknavaktina á St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi aðfaranótt 26. júní á síðasta ári. Stúlkan var með mikla höfuðáverka. Hún lést tveimur dögum síðar.

Samkvæmt ákærunni sló, sparkaði og misþyrmdi konan litlu stúlkunni ítrekað á tímabilinu frá 14. apríl til 26. júní. Litla stúlkan fékk lífshættulega áverka af völdum ofbeldisins. Móðirin er sögð hafa stungið hana með eldhúshnífi og göfflum. Hún er einnig sögð hafa kastað litlu stúlkunni ítrekað í gólfið síðustu dagana í lífi hennar. Þetta hafi orsakað mikla höfuðáverka sem drógu litlu stúlkuna síðan til dauða.

Konan sat í gæsluvarðhaldi frá í júní þar til í febrúar. Sambýlismaður hennar situr enn í gæsluvarðhaldi.

Þau neita bæði sök og segja að litla stúlkan hafi dottið út úr rúminu sínu kvöldið sem þau fóru með hana á sjúkrahúsið. Þau segja að eldri áverkar á stúlkunni hafi verið eftir að hún datt fram af svölum í heimalandi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi