fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
FréttirPressan

Seiðkona myrt á heimili sínu – Ferðamaður tekinn af lífi án dóms og laga vegna morðsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 15:30

Skjáskot af YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar þess að seiðkonan Olivia Arévalo fannst látinn á heimili sínu í Ucayali héraðinu í Amazon í Perú beindist reiði þorpsbúa að kanadískum karlmanni. Arévalo var skotin tveimur skotum í höfuðið en hún var 81 árs. Sebastian Woodroffe, 41 árs Kanadamaður, var einn sjúklinga Aréval.

Sumir þorpsbúar töldu að sonur Arévalo hafi skuldað Woodroffe peninga en aðrir töldu að Arévalo hefði verið myrt af liðsmanni glæpagengis sem hafi komið til að innheimta skuld hjá syni Arévalo. En hvað sem er rétt í þessu þá beindist reiði þorpsbúa að Woodroffe.

The Guardian segir að lögreglan hafi fundið lík hans grafið um einum kílómetra frá heimili Arévalo. Upptökur úr farsíma sýna að Woodroff var barinn og síðan hengdur að fjölda manns ásjándi, þar á meðal voru börn.

Höfðingi fólksins, sem tilheyrir Shipibo-Konibo ættbálknum, segir að innfæddir séu friðsamt fólk sem lifi í sátt við náttúruna en treysti ekki lögreglunni því brot gegn ættbálknum séu sjaldan upplýst.

Woodroffe fór til Perú til að kanna hvernig væri hægt að veita eiturlyfjasjúklingum góða meðferð með náttúrulegum lyfjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
Pressan
Í gær

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp