fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fókus

Erlend heiti á íslenskum kvikmyndum: „The Icelandic Shock Station“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 27. apríl 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oftar en ekki eru heiti á íslenskum kvikmyndum þýdd beint þegar ætlunin er að herja á erlenda markaði. Það er þó ekki alltaf svo og stundum hafa íslenskir framleiðendur reynt að búa til sérstaka titla sem eflaust eiga að skerpa á sölupunktinum sem innlenda heitið gerði ekki. Stundum eru erlendu titlarnir svalir og viðeigandi, en stundum missa þeir marks og verða stórfurðulegir. Skoðum blöndu af hvoru tveggja.

 

Remote Control / Sódóma Reykjavík

Sódóma Reykjavík er hornsteinn íslenskra farsa (jæja, á eftir Stellu í orlofi) en titillinn er óþjáll og klaufalegur á enskri tungu. Þýðingin sleppir öllum flækjum. Öll myndin snýst í grunninn um ævintýralega leit einnar manneskju að sjónvarpsfjarstýringu móður sinnar: best að kalla hana bara Remote Control. Heppilega hefur þetta heiti fleira en eina merkingu á enska málinu sem á prýðilega við.

 

Life in a Fishbowl / Vonarstræti

Lífið í fiskabúrinu er nafn bókarinnar sem persóna Þorsteins Bachmanns í myndinni skrifar. Titillinn er því langt frá því að vera fjarstæðukenndur og rammar líka vel inn ákveðna sögupunkta, til dæmis því hvernig líkja má litla Íslandi við fiskabúr. Við rekumst öll á hvert annað reglulega og oft fyrir slysni. En hvort titillinn sé söluvænlegur er önnur saga. Ef velja á milli þessara tveggja titla verður að segjast eins og er að Vonarstræti er einfaldlega snyrtilegri og flottari.

 

Illegal Traffic / Reykjavík-Rotterdam

Eins og kemur fram hér að framan er oft  best að koma sér beint að efninu. Þótt Reykjavík-Rotterdam sé ekki beinlínis óaðgengilegur titill á heimsvísu, þá var Illegal Traffic talinn betri í sumum Evrópulöndum. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem fór með aðalhlutverkið í íslensku útgáfunni en leikstýrði þeirri erlendu, tókst vel upp með því að nefna endurgerðina Contraband. Það flæðir betur.

 

Virgin Mountain / Fúsi

Þessi titill slær örlítið fyrir neðan beltisstað, en gengur upp.

 

Dorks & Damsels / Astrópía

Astrópía er einfalt, viðeigandi, grípandi og alþjóðlegt, eða svo mætti ætla. Nei, hér hefur verið lögð meiri áhersla á niðrandi merkingu nörda. Ætli myndin hefði náð að sópa til sín rúmlega 50 þúsund áhorfendum ef hún hefði heitið „Lúðar og dömur“?

 

Cool Jazz & Coconuts / Hvítir mávar

Þennan titil er erfitt að slá út og vel að verki staðið. Sá sem heyrir þennan hljómfagra grípandi titil á ensku í stað þess upprunalegra sem vísar í íslenskt dægurlag, byrjar strax að poppa og hella kók í glas. Hressari verða titlarnir ekki.

Dramarama / Villiljós

Við fyrstu sýn virðist þessi titill fáránlegur og líkastur hreinum farsa. En þegar titilinn er skoðaður betur er niðurstaðan önnur. Orðið „rama“ er dregið af „orama“ og er undir áhrifum af gríska orðinu yfir útsýni eða sjónarhorn. Villiljós má segja að bjóði upp á ágætis útsýni yfir drama í íslensku samfélagi, eða nokkur dæmi um slíkt.

 

Spooks and Spirits / Ófeigur gengur aftur

„Draugar og andar“. Þennan titil mætti taka í sátt ef fleiri vofur væru í myndinni. Eða myndin betri.

 

No Network / Dugguholufólkið

Einfaldur titill en ekki beint barnvænn eða líklegur til að tala til barna. Hins vegar hljómar „The Dugg Pit People“ ekkert heldur neitt ofsalega vel.

 

The Icelandic Shock Station / Stella í orlofi

Ótrúlegt en satt, Stella í orlofi er stundum kölluð þessu merkilega heiti á ensku. Þetta kemur til dæmis fram á heimasíðu Icelandic Film Centre.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 1 viku

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 1 viku

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 1 viku

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“