fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Ljósmæður í heimaþjónustu leggja niður störf: Samningar hafa ekki verið undirritaðir

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 22. apríl 2018 18:15

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmæður í heimaþjónustu munu hætta starfsemi frá og með morgundeginum 23. apríl þar til samningar við Sjúkratryggingar hafa verið undirritaðir.

Samningur náðist við Sjúkratryggingar Íslands og var hann sendur þaðan til ráðuneytisins til samþykktar. „Áttum við von á að það yrði klárað strax eftir páska, en þaðan hefur hvorki heyrst hósti né stuna og virðist vera eins og að það á ekkert að skoða þetta fyrr en samningar hafa náðst í kjarabaráttu ljósmæðra,“ segir ljósmóðir á LSH, sem starfar sjálfstætt í heimaþjónustu, í samtali við DV.

„Þetta bitnar auðvitað fyrst og fremst á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild LSH.“

95 ljósmæður eru á lista yfir heimaþjónustuljósmæður, en þær eru ekki allar starfandi. Tæplega 60 ljósmæður eru búnar að taka sig af listanum og taka ekki að sér heimaþjónustu fyrr en samningar verða undirritaðir.

„Þetta er auðvitað grafalvarlegt fyrir foreldra og gríðarlega kostnaðarsamt fyrir spítalann að hafa sængurkonur inniliggjandi í 4-5 daga þar sem að ekki er neitt um heimaþjónustu.“

Mynd: Aldís Pálsdóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“