fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

Feluleikur

Orðið
Fimmtudaginn 12. október 2017 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að sumir stjórnmálaflokkar séu í feluleik með ákveðna stjórnmálamenn til að koma sér ekki í klandur fyrir kosningar. Töldu margir víst að Vinstri græn myndu fela Steingrím J. Sigfússon, oddvita sinn til áratuga í Norðausturkjördæmi, fram yfir kosningar. Svo var ekki og mætti hann, eins og frægt er orðið, í pallborðsumræður fyrir hönd flokksins í Menntaskólanum á Akureyri í vikunni og gerði flokknum engan greiða. Verður Steingrímur því líklega í felum til 29. október næstkomandi.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nýverið að hann hefði verið beðinn um að fara í felur og einbeita sér að kökuskreytingum. Það varði ekki lengi og lætur Brynjar eins og ekkert hafi í skorist á Fésbók. Enda er um að ræða mann sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.

Enn á eftir að koma í ljós hvort Miðflokkurinn fari í feluleik. Gunnar Bragi Sveinsson fékk ekki oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi en það á eftir að koma í ljós hvort hann dúkki upp annarsstaðar á landinu. Svo er alltaf spurningin hvort Miðflokkurinn tefli fram frambjóðendum úr Samvinnuflokknum eða hvort allir þaðan verði faldir fyrir kjósendum.

Svo er spurning hvort Viðreisn sé í feluleik. Benedikt Jóhannesson stofnandi flokksins verður ekki formaður flokksins þar sem flokkurinn telur vænlegra að tefla fram Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem formanni í stað Benedikts. Athygli vekur að varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, varð ekki formaður eins og venja er með varaformenn. Einnig er það orðið á götunni að flokkurinn hafi farið gegn eigin reglum um að einstaklingar af gagnstæðu kyni séu í formanns og varaformannsembætti. Það á nú eftir að koma í ljós hvort Benedikt verði falinn fram að kosningum og hvort Viðreisn fái fleiri atkvæði með Þorgerði Katrínu í brúnni eða ekki.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hæstiréttur klofnaði í peningaþvættismáli – Gat ekki útskýrt hvaðan 21 þúsund evrur komu

Hæstiréttur klofnaði í peningaþvættismáli – Gat ekki útskýrt hvaðan 21 þúsund evrur komu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Wayne Rooney vekja athygli – Drepleiddist á bestu árum sínum hjá United

Ummæli Wayne Rooney vekja athygli – Drepleiddist á bestu árum sínum hjá United