fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur ræddi Brexit við útgönguráðherra Breta: „Tækifæri til að efla viðskiptasamband þessara vinaþjóða“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. apríl 2018 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti fund með David Davis, ráðherra útgöngumála í bresku ríkisstjórninni, í London í gær þar sem þeir ræddu gang viðræðna Breta og Evrópusambandsins um Brexit og fóru yfir áhrif útgöngunnar á Ísland og önnur EES-EFTA ríki.

Á fundinum fagnaði utanríkisráðherra niðurstöðu leiðtogafundar ESB í síðasta mánuði þar sem leyst var úr því hvernig alþjóðasamningar ESB, á borð við EES-samninginn, gilda gagnvart Bretlandi á bráðabirgðatímabilinu svokallaða. Það hefst í mars á næsta ári þegar Bretar ganga formlega úr ESB.

„Samkomulagið frá mars er afar mikilvægt fyrir Íslendinga og borgara annarra EES-EFTA ríkja þar sem það tryggir óbreytt ástand á millibilstímabilinu sem brátt gengur í garð. Þá er niðurstaðan ekki síður þýðingarmikil fyrir íslensk fyrirtæki sem flytja vörur og þjónustu til Bretlands. Í okkar huga er framtíðarfyrirkomulag á viðskiptum þessara ríkja eitt af þýðingarmestu utanríkismálum komandi tíma Ég greindi því Davis frá því á fundinum að Ísland væri þá og þegar reiðubúið til viðræðna og að í Brexit fælust tækifæri til að efla viðskiptasamband þessara vinaþjóða,“

sagði Guðlaugur Þór eftir fundinn.

Utanríkisráðherra hitti einnig Alan Duncan, ráðherra Evrópumála í breska utanríkisráðuneytinu, og ræddu þeir bæði öryggismál og málefni Brexit. Duncan þakkaði íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir þann ríka stuðning sem þau, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, sýndu Bretum í kjölfar efnavopnaárásarinnar á Skripal-feðginin í Salisbury. Ráðherrarnir ræddu samstarf Breta og Íslendinga á sviði öryggismála, m.a. netöryggismál. Þá fóru ráðherrarnir yfir stöðu mála í Sýrlandi og viðbrögð alþjóðasamfélagsins við efnavopnaárás Sýrlandshers.

„Það var mikill samhljómur í máli okkar og ljóst að hagsmunir okkar og Breta á sviði öryggis- og varnarmála fara saman og munu ríkin áfram rækta samstarfið á næstu misserum,“

sagði utanríkisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að