Pawel Bartoszek, sem annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík, vill að hjólastígum verði gefin nöfn á sama hátt og götur eru með nöfn. Hann bendir á í pistli á Kjarnanum að enginn tali um Kringlumýrarbrautina sem þjóðveg 40 eða Miklubraut sem þjóðveg 49.
Pawel, sem er duglegur að hjóla og ferðast um borgina, viðurkennir að það að gefa hjólastígum nöfn sé ekki stærsta kosningamálið þá sé þetta í takt við að gefa strætóstoppistöðum nöfn og sýna þau á skiltum. Viðreisn vilji gera slíkt hið sama með hjólastíga, gefa þeim falleg, lýsandi og þjál nöfn:
„Borgin myndi batna til muna ef við myndum bara setja upp falleg skilti á þúsund metra fresti sem á stæði „Suðurlandsstígur”. Það myndi auðveldara fólki að tala um að hjóla, og það er oftast fyrsta skrefið.“