fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Forlagið gefur út Nýjar raddir: Verðlaunabækur Ernu, Harðar og Tönju

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af tíu ára afmæli Forlagsins haustið 2017 var efnt til samkeppni um bókmenntatexta eftir óútgefna höfunda undir yfirskriftinni Nýjar raddir. 39 handrit bárust til dómnefndar og hafði hún úr vöndu að ráða. Dómnefndina skipuðu Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, og bókmenntafræðingarnir Silja Aðalsteinsdóttir og Ingi Björn Guðnason. Niðurstaðan varð að verðlauna þrjár sögur sem allar þóttu áhugaverðar og grípandi.

Allavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur er persónuleg, berorð og grátbrosleg saga um unga konu sem glímir við að koma böndum á hugsun sína og líf. Hvernig er hægt að ná tökum á sjálfri sér? Niðurstaða hennar er sú að lykillinn að lífshamingjunni felist í því að vera góð manneskja. Allavega er ekki sjálfshjálparbók, ekki skáldsaga, og þó!

Tinder match eftir Hörð Andra Steingrímsson segir frá ungum háskólanema sem skráir sig með hálfum huga á stefnumótaforrit í símanum þar sem hann kemst í samband við stelpu. Samtal þeirra fer út um víðan völl, þenur út skilningarvit hans og kitlar tilfinningarnar, en ruglar hann líka í ríminu.

Undir yfirborðinu eftir Tönju Rasmussen fjallar um unga konu sem er laus úr ofbeldissambandi, en aðeins að nafninu til. Í huganum og í draumum sínum er hún ennþá föst og hefur verið brotin niður svo rækilega að hún getur ekki risið upp. Ekki fyrr en hún hleypir Övu inn í líf sitt.

  

Þetta er i fyrsta sinn sem Forlagið gefur út titla eingöngu í formi rafbóka. Allar bækurnar koma út sem rafbók sem fá má fyrir allar tegundir lesara, á vefverslun Forlagsins Amazon og öðrum stöðum þar sem rafbækur eru seldar.

Stefnt er að því að endurtaka leikinn í haust og gefa út fleiri nýjar raddir á rafrænu formi að ári.

Rafbókin hefur verið sækja í sig verðið hérlendis, fyrstu árin hægt og bítandi – en síðasta eitt og hálft ár hefur orðið gríðarmikil aukning í sölu þeirra. Hvað Forlagið varðar var 30% aukning í sölu rafbóka á árinu 2017 miðað við árið 2016. Aukningin hefur haldið áfram það sem af er þessu ári, til að mynda 47% söluaukning í janúar í ár miðað við janúar í fyrra. Rafbókasalan fer að langstærstum hluta gegnum vefverslun Forlagsins og Amazon (fyrir Kindle lesbrettin).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi