fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Eyjan

Þór Saari hættur í Pírötum – Finnst framhjá sér gengið í skipun bankaráðs Seðlabankans

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Saari, stofnandi og fyrrum þingmaður Borgarahreyfingarinnar, síðar Hreyfingarinnar, er hættur í Pírötum, en Þór gekk til liðs við Pírata árið 2016 en við það tækifæri upplýsti hann að það væri fyrsta stjórnmálahreyfingin sem hann færi í sem hann hafi ekki stofnað sjálfur. Hann gaf kost á sér í prófkjöri  Pírata fyrir síðustu kosningar en hlaut ekki brautargengi.

Þór virðist ósáttur við að Jacqueline Clare Mallett hafi verið valin framyfir hann sjálfan í bankaráð Seðlabanka Íslands fyrr í dag.

Þór segist á Facebooksíðu sinni hafa sent Pírötum bréf þess efnis að hann sé hættur í flokknum. Hann segir ástæðuna vera þá, að þingflokkur Pírata hafi vikið frá þeirri óskráðu en mikilvægu reglu, að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á „faglegum og þekkingarlegum“ forsendum. Þá segir hann grunngildi Pírata lítið annað en skraut og ætli sér að yfirgefa hið stefnulausa skip sem „Pírataskútan“ sé orðin.

Í athugasemdakerfinu kemur fram hjá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að flokkurinn hafi skipað Jacky Mallet í bankaráð fyrir hönd Pírata. Má af því ráða að Þór Saari, sem er hagfræðingur að mennt og vann meðal annars sem slíkur hjá Seðlabanka Íslands á árum áður, hafi þótt framhjá sér gengið.

Björn Leví tilgreinir að kynjasjónarmið og menntun  Jacky í tölvunarfræðum og vinna hennar við  greiningar á peningakerfum hafi haft mikið að segja, en Þór Saari segir á móti að bankaráðið hafi ekkert með peningastefnu bankans að gera og því komi vinna Jacky við líkanagerð að engu gagni þar.

Þá segir Þór einnig að tungumálakunnátta Jacky muni setja störf bankaráðsins í uppnám, eftir að Björn Leví hafði sagt að það væri ekki vandamál:

„Þekking í tölvunarfræði mun ekki gagnst neitt í bankaráði Seðlabankans né heldur líkanagerð við greiningar á Basel reglum að ekki sé talað um skort á tungumálakunnáttu sem mun setja allt starf bankaráðsins í uppnám, nákvæmlega eins og gerðist síðast þegar framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Það varð nánast óstarfhæft vegna tungumálaörðugleika sem voru mikið vandamál. Það er skrýtið að þú skulir halda þessu fram þar sem þetta hefur þegar verið útskýrt fyrir þingflokknum. Að sjálfsögðu hefðuð þið átt að skipa Ólaf sem aðalmann úr því þið einhverra hluta vegna vilduð ekki mig.“

Færsla Þórs:

Þar sem þingflokkur Pírata hefur vikið frá þeirri óskráðu en mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut, þá hef ég ákveðið að yfirgefa þetta stefnulausa skip sem Pírataskútan er orðin. Þingflokknum hefur verið sent bréf þar að lútandi. Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert.

Þór er þó ekki alveg uppiskroppa með stjórnmálaflokka, því hann gekk einnig til liðs við Sósíalistaflokk Íslands í apríl í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur