fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Landflótti Sindra Þórs vekur heimsathygli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landflótti íslenska fangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið athygli erlendra fréttamiðla undanfarin sólarhring. Um er að ræða fréttamiðla í Evrópu og Bandaríkjunum.

„Sakborningur í „Stóra Bitcoin ráninu“ strýkur úr fangelsi“ segir á vef LA Times. Í greininni er vakin athygli á því að engar girðingar eru í kringum fangelsið að Sogni og að fangar hafi þar aðgang að bæði síma og interneti.

Jafnframt er greint frá íslenska strokufanganum á vef BBC News og bandaríska ABC News og sömuleiðis á vef Cointimes og TRT World. Aftonbladet í Noregi gerir málinu sömuleiðis skil.

Þá er greint frá málinu á vef Washington Post og tekur greinarhöfundur fram að á Íslandi sé glæpatíðni með þeim lægstu í heimi. Samkvæmt Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra er Bitcoin ránið umrædda á stærðarskala sem ekki hefur sést áður hér á landi.

Jafnframt bendir höfundur á að Ísland búi yfir endurnýtanlegum orkulindum. Fyrirtæki sem leita að rafmyntum horfa því hýru auga hingað til lands og hefur starfsemi slíkra gagnavera margfaldast undafarin misseri.

Þá er vitnað í ummæli Helga Gunnlaugssonar félagsfræðiprófessors við HÍ. Hann segir vel skipulagða flótta vera fátíða í íslenskum fangelsum.

„Oftast er það þannig að viðkomandi strýkur úr fangelsi til að fara og detta í það. Hér eru undirheimarnir svo fámennir og það er afskaplega erfitt að fara í felur, hvað þá að flýja land.“

Talinn hafa átt vitorðsmenn

Líkt og fram hefur komið strauk Sindri Þór úr gæsluvarðhaldi í fangelsinu að Sogni en hann klifraði út um glugga á einni byggingu fangelsisins. Hann fór í kjölfarið frá landinu til Arlanda flugvallar í Svíþjóð. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakefi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfesta að Sindri var á ferðinni.

Athygli vakti að Sindri Þór var í sama flugi og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún flaug til Svíþjóðar til að vera viðstödd leiðtogafund Norðurlandanna og forsætisráðherra Indlands.

Í samstarfi við sænsk lögregluyfirvöld er unnið að því að hafa upp á Sindra og hefur alþjóðleg handtökuskipun verið gefin út.

Í samtali við RÚV segir Gunnar Ólafur Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum að fullvíst sé að Sindri hafi haft vitorðsmenn sem hjálpuðu honum að skipuleggja flóttann.

„Ég tel fullvíst að hann eigi vitorðsmann, eða menn, sem hafi aðstoðað hann að koma sér af Sogni á flugstöðina. Og við ýmsa hluti þar á milli. Þetta er einmitt tímabil sem við erum með til rannsóknar núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega