fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Tvær sögur úr landi túrismans

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. ágúst 2016 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær litlar sögur sem varða ferðamennskuna hér á landi og þensluna í henni og tengjast mikilvægum atriðum sem við hugsum ekki mikið út í.  Eins og til dæmis hvar við ætlum að fá vinnuaflið til að bera uppi allan þennan túrisma og hin afleiddu störf – sem meðal annars felast í miklum byggingaframkvæmdum?

Og hvernig við ætlum að búa að þessu vinnuafli, hvar það á að búa, hvernig þjónustu það á að njóta – og þess utan er auðvitað spurningin um launin sem við borgum vinnandi fólki, bæði útlendingum og Íslendingum? Ferðaþjónusta er sjaldnast hálaunavinna – en það virðist vera ljóst að við ætlum að láta erlent fólk vinna lélegustu, óþrifalegustu og verst borguðu störfin.

Í gærkvöldi bönkuðu upp á hér á heimilinu þrír verkamenn sem sögðust vera frá landi í Austur-Evrópu. Voru afar kurteisir. Þeir vildu fá að leigja skúr sem er hér á lóðinni og gista í honum. Sögðust ekki hafa í nein hús að venda. Skúrinn er úr timbri, frekar hrörlegur, fullur af drasli, ekki einangraður. Enginn mannabústaður.

Ég hitti kunningja minn á förnum vegi. Hann sagðist hafa verið leiðsögumaður víða um land í sumar. Tjáði mér að hann hefði upplifað ýmislegt – það væri ansi margt fólk á ferli um landið miðað við áður. Eitt það sérkennilegasta sagði hann vera hótel sem hann hefði komið á þar sem allt starfsfólkið með tölu – tímabundið vinnuafl væntanlega, fengið af starfsmannaleigu – var ekki bara nýkomið til landsins, heldur skildi það hvorki né talaði ensku (og auðvitað ekki íslensku heldur). Varla stakt orð. Það var hægt að biðja um bjór – en ekki mikið umfram það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið