fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ástarsaga aldarinnar

Egill Helgason
Föstudaginn 8. apríl 2005 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

– Brúðkaup Karls Bretaprins verður einhver rómantískasti atburður allra tíma, brúðkaup þessarar aldar og hinnar síðustu.

– Ha, hvað ertu að bulla?

– Jú, þetta er algjört öskubuskuævintýri. Ástarsaga aldarinnar.

– En hann er svo ósjarmerandi sjálfur og svo er hann að kvænast konu sem lítur út eins og hross.

– Já, einmitt þess vegna. Þau hafa elskað hvort annað síðan þau voru unglingar, þau voru ætluð hvort öðru. Svo fengu þau ekki að eigast. Er það ekki rómantískt?.

– En hann giftist svo fallegri konu, alvöru prinsessu?

– Já, en hann vildi hana í rauninni ekki, var píndur í hjónaband með stelpuskjátunni sem var leidd undir hann eins og … hryssa…

– Gættu orða þinna. Þú ert að tala um Díönu.

– Nú er hann orðinn karlfauskur um sextugt og fær loks konuna sem hann elskar, en kerlingarnornin mamma hans vill ekki koma í brúðkaupið. Lætur eins og hann sé óþekkur unglingur sem er að hlaupast á brott með Kamillu.

– Það er dálítið langt gengið.

– Hann fær heldur ekki að gera hana að drottningu.

– Ha? Má hún ekki vera drottning?

– Nei, hún er fráskilin, það má ekki hafa fráskilda drottningu. Það má bara hafa hreinar meyjar. Mömmu hans finnst þetta argasta lausung.

– Er það ekki svolítið langt gengið svona í nútímanum?

– Já, það er furðulegt að ekki skuli löngu búið að setja allt þetta dót af.

– Þú segir það. Jæja, blessaður.

– Blessaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni