fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Aron selur fágætt vínflöskusafn á Brask og Brall

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2017 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byrjaði nú bara að safna þessu fyrir tveimur árum og á þeim tíma hef ég keypt smá söfn hér og þar,“ segir Aron Vignir Sveinsson sem birti áhugaverða auglýsingu í Facebook-hópnum Brask og Brall í dag.

Mynd: Úr einkasafni

Mynd: Úr einkasafni

Aron auglýsir þar til sölu fágætt safn af litlum vínflöskum sem hann hefur sankað að sér á undanförnum árum. DV lék forvitni á að vita meira um safnið og hvað kom til að Aron ákvað að auglýsa það til sölu.

„Ástæðan fyrir því að ég er að selja það er sú að það er orðið eitthvað minna um pláss en áður. Þetta er orðið svo mikið og svo er áhuginn líka búinn að minnka fyrir söfnuninni,“ segir Aron sem er 25 ára.

Aðspurður hlær hann þegar hann er spurður hvort hann sé hættur að drekka og sé því að selja safnið. „Nei, nei, alls ekki. Maður er bara ekki mikið í því að drekka margra ára gömul vín. Sumar flöskurnar eru orðnar meira en 50 ára gamlar,“ segir hann.

Aðspurður segist Aron hafa stolist í eina til tvær flöskur í gegnum tíðina en eins og að framan greinir eru margar flöskurnar komnar vel til ára sinna. Það má því gera ráð fyrir að innan um séu sjaldgæfar flöskur.

Aron segir að margir hafi lýst áhuga á safninu en hæsta boð núna séu 60 þúsund krónur. Aðspurður segist hann ekki hafa talið fjöldann en af meðfylgjandi myndum að dæma má gera ráð fyrir að flöskurnar séu nokkur hundruð talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“