fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Hvað með prófkjörspeningana?

Egill Helgason
Föstudaginn 10. apríl 2009 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrkjahneykslið er enn ein árétting á því hversu óheilbrigt samband hefur verið milli stjórnmála og viðskiptalífs á Íslandi.

Í framhaldi af því hljóta augun manna að beinast að hinum rándýru prófkjörum sem haldin hafa verið undanfarin ár.

Þar sem stjórnmálamenn hafa notað milljónir og milljónatugi til að tryggja sér þingsæti eða sæti í borgarstjórn í Reykjavík?

Hvaðan hafa þeir peningar komið?

Og í hvaða tilgangi voru þeir veittir?

Annars er merkilegt með þetta mál hvað allir þykjast vera hissa. Samt hefur verið almenn vitneskja um langt skeið að fyrirtæki styrkja stjórnmálaflokka og að leynd ríkir um þær greiðslur.

Spyrjið bara Sverri Hermannsson. Hann talaði ekki lítið um þetta eftir að honum var sparkað út úr Landsbankanum. Sverrir ræddi ekki síst um greiðslur frá útgerðarfyrirtækjum.

Og eins er það með prófkjörin. Frammámaður í stjórnmálaflokki sem gjörþekkir kerfið sagði mér nýlega að nánast enginn sem hefði farið í dýrt prófkjör síðustu ár hefði gert það án þess að fá væna styrki frá bönkunum.

Það sé ein ástæðan fyrir því að margir stjórnmálamenn séu eins og múlbundnir þegar kemur að því að ræða málefni bankanna, velgjörðamanna sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“