fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Fjögurra ára stúlka í hjólastól kemst ekki leiðar sinnar í Urriðaholti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til að komast að skólanum þurfum við að labba sirka 100 til 200 metra á umferðargötunni af því að göngustígurinn við götuna er ekki kominn. Þetta verður vonandi skárra þegar mestu framkvæmdunum í hverfinu er lokið,“ segir Árni Björn Kristjánsson faðir fjögurra ára stúlku sem bundin er hjólastól. Hann gagnrýnir aðgengi fyrir fatlaða í Urriðaholti þar sem fjölskyldan býr en þar hafa talsverðar byggingaframkvæmdir verið að eiga sér stað að undanförnu.

Hátt í 600 manns hafa deilt facebookfærslu Árna en þar birtir hann ljósmynd sem sýnir eiginkonu hans, Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, og dóttur þeirra Halldóru þar sem þær standa við tröppur sem verið er að setja upp við hliðina á fjölbýlishúsi fjölskyldunnar. Líkt og sjá má er aðgengi fyrir hjólastóla allt annað en gott og að sögn Árna er þar enginn rampur fyrir hjólastóla. Það er því ekki annað í boði en að fara upp tröppurnar með hjólastólinn.

„Ótrúlega flottar þessar tröppur sem er verið að setja upp hliðina húsinu okkar. Þessar tröppur liggja einmitt að göngustígnum að skólanum sem Halldóra María mun væntanlega fara í. Verður snilld að bera hana upp í hjólastólnum alla morgna. Vel gert Garðabær,“ ritar Árni Björn við myndina, en stígurinn sem um ræðir liggur á milli Holtsvegar 37 og 39.

Árni birtir jafnframt meðfylgjandi mynd sem sýnir leiðina sem fjölskyldan þarf að fara í staðinn. Líkt og sjá má þurfa þau að ganga á götunni þar sem engir göngustígar eru klárir. Til að kom­ast að skól­an­um þurfa þau að ganga á göt­unni og þaðan inn á göngu­stíg­inn sem ligg­ur að skól­an­um.

„Stelpan okkar er ennþá svo lítil og er bara nýbúin að fá hjólastól þannig við erum núna fyrst að rekast á svona hindranir sem við tókum ef til vill ekki eftir hér áður fyrr. Þá bara héldum við á henni út um allt. En við höfum heyrt frá öðrum foreldrum að aðgengi sé mjög lélegt á Íslandi miðað við önnur lönd,“ segir Árni í samtali við DV.is en hann kveðst jafnframt hafa gert bænum viðvart um ástandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega