fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Rússneskar bókmenntir og saga

Egill Helgason
Mánudaginn 21. júní 2010 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef alla tíð legið í rússneskum bókmenntum og sögu. Ég hef varla gert mér grein fyrir því fyrr en ég kem til Rússlands í fyrsta sinn að þetta hefur nánast verið mitt helsta áhugamál.

Ég er ekki alveg óundirbúinn að koma hingað. En það er vitleysa að hafa ekki lært svolítið í rúsnesku.

Ég hef lesið bækur eftirtaldra rússneskra höfunda, ég nefni þá í tímaröð, þ.e. eftir því hvenær ég kynntist þeim að ráði. Suma hef ég lesið mér til óbóta, til dæmis hef ég farið í gegnum allar stóru skáldsögur Dostojevskís.

Dostojevskí, Tolstoj, Gogol, Gorkí, Lermontov, Bulgakov, Turgenév, Majakovskí, Jevtushenko, Tsjékov, Nabokov, Pasternak, Rybakov, Solshenitsyn, Mandelstam, Akhmatova, Tsvetajeva, Jesenin, Babel, Pelevin, Pushkín, Grossman.

Grossman var sá síðasti sem ég las, hann skrifaði stóra skáldsögu um stíðið sem nefnist Líf og örlög, en hún fékkst ekki útgefin fyrr en eftir andlát hans. Hugmyndafræðingur flokksins, Mikhail Suslov, á að hafa sagt við Grossman – sem áður hafði dansað á flokkslínu – að bókin yrði ekki gefin út næstu tvö hundruð árin. Moskvubúi sem ég talaði við í gær fussaði þegar hann heyrði minnst á Grossman, talaði um að hann væri gyðingur.

Ljóð skálda sem þarna eru nefnd eru mörg til í afburðagóðum þýðingum Geirs Kristjánssonar. Maður þyrfti eiginlega að hafa þessar þýðingar við hendina á ferðalagi hingað.

Fyrir utan að minnsta kosti fjórar bókahillur með rússneskri sögu, mestanpart tuttugustu öldinni, allt frá Árna Bergmann, Isaac Deutscher, Roy Medvedev til Roberts Conquest, Ann Applebaum og Simons Sebag Montefiore. Um tíma var ég farinn að halda að ég væri með fetishisma fyrir þessu, en þetta veldur því að ég er nokkuð vel að mér um suma hluti hér í Moskvu. Má jafnvel segja að ég sé þreytandi fyrir samferðafólk mitt.

Og svo má ekki gleyma tónlistinni rússnesku: Tsjaikovskí, Mussorgskí, Borodin, Rakhmaninov, Shostakovits, Stravinskí, Pokofjev.

IMG_2067

Stytta af Dostojevskí framan við Lenín bókasafnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu