fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Enn eitt félag sem ofmetnaðist – og sýpur nú seyðið af því

Egill Helgason
Föstudaginn 23. apríl 2010 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á gamlan bíl og þarf oft að fara á verkstæði út um bæinn.

Og þá ræðir maður við karlana.

Eitt af því sem þeim verður tíðrætt um er olíufélagið N1 sem í taumlausri græðgi reyndi að leggja undir sig bílamarkaðinn á Íslandi.

Keypti upp smurstöðvar, verkstæði, dekkjaverkstæði og sjoppur út um allar koppagrundir.

Mér er reyndar sagt að sumir hafi verið fegnir að selja N1 starfsemi sína, því verðið hafi oft verið býsna fjarstæðukennt.

Tilgangurinn var þó augljós, að ná einokunarstöðu.

Afleiðingin er svo að félagið er í botnlausum skuldum.

Og hver er það sem þarf að borga?

Auðvitað almenningur. Nema hvað.

Eitt enn: Það er mjög sérkennilegt þegar forstjórar fyrirtækja sem eiga í vandræðum skýla sér bak við starfsfólk sitt. Þetta gerði forstjóri Símans í vikunni þegar Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Símanum og þetta gerir forstjóri N1 í dag. En auðvitað er ekki um almennt starfsfólk að ræða – enginn á neitt sökótt við það og það ber ekki ábyrgð á glórulausum rekstri. Það er ódrengilegt að vísa í það með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást