fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Uppkast að bréfi frá útrásarvíkingi

Egill Helgason
Föstudaginn 23. apríl 2010 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sem hefur starfað við markaðs- og kynningarmál sendi þessar línur:

— — —

Hér er tillaga að bréfi frá útrásarvíkingi sem ég held að þætti marktækara en flest annað sem þessir menn hafa sagt sér til réttlætingar:

“Ég missti mig í sjúklegri græðgi. Ég ætlaði að verða svakalega ríkur með því að spila á sífellt hækkandi hlutabréfagengi. Ég vissi að þetta var ekkert annað en stórkostlegt fjárhættuspil, en mér var skítsama vegna þess að ég tók peninga að láni til að leggja undir. Ég tók enga persónulega áhættu.

Ég notfærði mér gott orðspor Íslendinga til að blekkja útlenda banka til að lána mér fáránlega mikla peninga. Ég vissi auðvitað allan tímann að ef spilaborgin mundi hrynja, þá væri allt tapað. Ég passaði því upp á að fela hluta af peningunum.

Ég fékk mikilmennskubrjálæði með allt þetta lánsfé undir höndum. Mér fannst eins og ég væri hrikalega klár fjárfestir, jafnvel þótt ekkert af fjárfestingunum skilaði hagnaði. Þetta mikilmennskubrjálæði skýrir hvers vegna ég þurfti að ferðast um á einkaþotu og eignast hús í fínustu auðmannahverfum stórborga erlendis. Þetta skýrir líka hvers vegna ég stráði gulldufti út á grjónagrautinn.

Ég vissi auðvitað að allt færi til fjandans nema hlutabréfin héldu áfram að hækka í verði. Til að tryggja það laug ég hverju sem var að hverjum sem var. Ég keypti mér velvild þar sem hún var föl og ég hótaði þegar þess þurfti. Ég óð á skítugum skónum yfir allt og alla, oftar en ekki blindfullur eða útúrdópaður með vændiskonur í eftirdragi.

Mér var skítsama um afleiðingar gerða minna á íslenskt þjóðfélag, því að ég var bara að hugsa um hvað ég ætlaði að verða ofsalega ríkur. Ég þóttist vera klárasti bísnissmaður í heimi og neitaði að horfast í augu við hvert ég stefndi.

Núna geri ég mér grein fyrir því hvað ég hef gert íslensku þjóðinni. Ég get ekki lýst því hvað ég skammast mín mikið. Ekki minna skammast ég mín fyrir þá eyðileggingu sem ég hef valdið fjölskyldu minni. Þau þurfa daglega að líða fyrir heimsku mína og græðgi, útskúfuð úr íslensku samfélagi.

Ég geri mér grein fyrir því að þótt ég játi þessar yfirgengilegu syndir mínar, þá verður mér ekki fyrirgefið, vegna þess að ég mun aldrei bæta það tjón sem ég hef valdið. Ég ætla heldur ekki að skila neinu af þeim peningum sem ég skaut undan, því ég þarf á þeim að halda til að lifa góðu lífi erlendis. Smán mín er nefnilega svo mikil að ég treysti mér ekki til að horfa framan í nokkra manneskju hér á landi. Ég er sjálfdæmdur til útlegðar það sem eftir er. Það er í raun mesta refsing sem ég get hugsað mér.

Ætla ég að biðjast afsökunar? Ég held ekki. Til hvers? Ég á ekki skilið fyrirgefningu eins eða neins. Ég gerði þetta vitandi vits. Ég brenndi allar brýr að baki mér í taumlausri græðgi. Ég skil vel þegar fólk veitist að mér á almannafæri, hendir í mig rusli og horfir á mig hatursfullum augum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar