Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um barnabókahátíðina Mýrina sem hefst í Norræna húsinu í þessari viku. Meðal gesta í þættinum er Anna Castagnoli, stórsnjall barnabókahöfundur og myndskreytir frá Ítalíu.
Sagt verður frá merkum rithöfundi frá Chile, Roberto Bolano, en hann lést árið 2003, aðeins fimmtugur að aldri. Stjarna hans skín nú hátt á himni heimsbókmenntana fyrir verk eins og 2666 og Nasistabókmenntir í Ameríku.
Fjallað verður um nýjustu bókina í flokknum Af-bækur sem Nýhil gefur út, en hún fjallar um marxismann.
Við kynnumst Wilhelm Ernst Beckmann, þýskum jafnaðarmanni, sem tókst að flýja til Íslands fyrir stríð, lagði stund á myndlist og tréskurð, og gerði meðal annars pólitískar veggmyndir, mjög í anda þýskrar plakatalistar á árunum milli stríða.
Kolbrún og Páll Baldvin ræða um bókina Ekki líta útfyrir eftir Evu Hauksdóttur, Mannasiði eftir Gilz og Hvarfið eftir Johan Theorin.
Og Bragi Kristjónsson er auðvitað á sínum stað.