fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Icesave og aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda

Egill Helgason
Mánudaginn 19. apríl 2010 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Karl Friðriksson efnafræðingur er með ágæta samantekt á því hvernig Icesave málið var höndlað árið 2008, fram að hruni, á bloggsíðu sinni. Einar byggir þetta á því sem stendur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Bretar þrýstu stöðugt  á að eitthvað yrði gert, en ráðamenn á Íslandi héldu fast í aðgerðaleysisstefnu sína, virðast „meðvitað“ hafa forðast að horfa framan í afleiðingarnar sem málið gæti haft.  Grein Einars endar á þessum orðum:

Svo héldu Landsbankamenn bara áfram, og settu á stofn Icesave reikninga í Hollandi. Skýrslan segir það með öllu óskiljanlegt. Og íslensk stjórnvöld gerðu ekki neitt. Og þegar endanlega var ljóst að Landsbankinn væri fallinn og áhlaup hafið í stórum stíl á Icesave, kokkuðu stjórnvöld upp neyðarlögin og ætluðu að reyna að koma sér undan allri ábyrgð á Icesave sorgarsögunni, samkvæmt “Við borgum ekki skuldir óreiðumanna“-hugmynd DO, sem eins og ljós kemur í skýrslunni hafði eitthvert sjúklegt traustatak á þeim ráðherrum síns flokks, sem hér komu helst við sögu.

Er einhver hissa núna á fyrstu viðbrögðum Breta eftir hrun?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling