fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ingó: Hrun einræðisríkis

Egill Helgason
Föstudaginn 16. apríl 2010 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Ingólfur Margeirsson skrifar grein sem hann nefnir Hrun einræðisríkis. Segir í niðurlagi greinarinnar:

— — —

Allt virtist til sölu; ástandið minnti á ástandið í Sovét þar sem mafíur sölsuðu undir sig ríkiseignir og almenningur bjó við verri kjör en nokkru sinni áður. Sama gerðist í einræðisríkinu Íslandi: Gjáin milli ríkra og fátækra fór bara stækkandi. Davíð fór að styrkja einræði sitt með peningum og fékk okkur öll til að dansa með Harem rottuflautunni: Allir vildu verða ríkir og eiga Hollywood líf. Af hverju ekki? Margir lifðu í framandi gullheimi. Við lásum það a hverjum degi í blöðunum.  Glæpabankarnir leiku með: Allir fengu lán, sama aðferð og hryjandi bankar í Bandaríkjunum notuðu þegar fjárstreymi til þeirra fór rénandi: opna fyrir lán til félítilla aðila;  svonefnd undirmálslán komust í tísku. Og félitlir eignuðust jeppa, lúxushús, fóru fjórum sinnum á ári í ferð með fjölskylduna í svimandi dýrar ferðir til útlanda. Allir virtust ríkir; það var talað um góðæri sem var í raun glórulaust æri. Og feitu fressarnir í bönkunum fitnuðu áfram: Geggjaðir bónusgreiðslur, starfslokasamningar, launahækkanir.  Einræðisherranum hafði tekist það sem hann vildi; afhent Landsbanka þjóðarinnar í hendur dæmds manns fyrir fjársvik og sonar hans ásamt einhverjum Magnúsi sem enginn þekkti. Þá vildi Framsókn fá sinn skerf: Annan ríkisbanka takk ! Valgerður fyrrum viðskiptaráðherra og áldrottning Íslands orðaði þetta svo í sjónvarpsþætti á dögunum: Þá var málið komið í annað ferli. Flott orðað Valgerður!

Svo sprakk blaðran. Dsvíð var orðinn Seðlabankastjóri en hagaði sér samt eins og einræðisherra og enn skulfu menn og pissuðu á sig þegar hann birtist eða opnaði munninn. Tveir strákar, Halldór og Guðni voru hlaupnir frá borði í Framsóknarflokknum. Valgerður var orðinn síðasti formaður á spilltasta tíma flokksins. Davíð og Hannesi Hólmsteini hafði tekist það sem alla vinstri menn hafði dreymt um, að sökkva Sjálfstæðisflokknum og koma upp um nýgráðuga frjálshyggjustefnu. Svo sökkt allt draslið. Og nú svamla menn um í sjónum og halda sér á floti með dauðahaldi í nokkur tonn af Skýrslunni þar sem allt er skráð nema: ÍSLAND VAR EINRÆÐISRÍKI. En þannig enda öll einræðisríki: í falli, upplausn og ráðaleysi. Huggunin er samt að þau hafa alltaf rétt úr sér að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling