fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Hvað varð um Icesave?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. apríl 2010 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvar er Icesave?

Er von að maður spyrji. Mál sem tröllríður umræðunni í marga mánuði, verður tilefni þjóðaratkvæðagreiðslu – og gufar svo upp.

Svarið er líklega að fáir hafa hag af því að taka málið upp á þessum tímapunkti.

Það eru að koma kosningar í Bretlandi og Hollandi.

Endurskoðun á efnahagsáætluninni fyrir Ísland fær afgreiðslu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum þrátt fyrir að Icesave sé óleyst.

Þannig að varla er von á því að um málið verði fjallað aftur að ráði fyrr en í sumar. Þá er spurning hvort reynt verði að leysa það í kyrrþey. Það verður tæplega hægt að ná sama hitanum aftur í málið; það að er jafnvel hugsanlegt að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið eins konar lokapunktur.

Bretar og Hollendingar gætu verið reiðubúnir að gefa aðeins meira eftir – þar er þess reyndar að gæta að vextirnir sem Grikkir þurfa að greiða af sínum skuldbindingum eru ekki lægri en gert hefur verið ráð í Icesave.

Og svo vekur líka athygli að skýrsla rannsóknarnefndar er fjarri því að styrkja málstað Íslendinga. Hún sýnir stjórnkerfi sem flýtur sofandi að feigðarósi. Í skýrslunni segir að erlend stjornvöld hafi verið farin að gera sér grein fyrir hættunni vegna innlánsreikninganna sumarið 2008, viljað fá svör en ekki fengið.

Síðan má nefna bréf frá Mervyn King, bankastjóra Seðabanka Bretlands, til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra frá 23. apríl 2008 þar sem King hafnar að gera gjaldmiðlaskiptasamning við Íslan en býður fram aðstoð erlendra seðlabanka við að minnka bankakerfi sitt. King taldi þetta einu raunhæfu leiðina til að minnka vandann.

Þessu tilboði var ekki svarað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB