fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Áfellisdómur yfir öllu kerfinu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. apríl 2010 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður Morgunblaðsins sem var á blaðamannafundi rannsóknarnefndar í gær var með forsíðufrétt blaðsins tilbúna í hausnum áður en skýrslan var birt.

Hún birtist svo í fimmdálki á forsíðu blaðsins í dag með stríðsletri:

Ábyrgðin var bankanna!

Vandinn er bara sá að blaðamanninum tókst ekki að fá meðlimi nefndarinnar til að samþykkja þessa túlkun.

Þeir töluðu um að þetta væri samspil þar sem eitt leiddi af öðru, innan banka, eignarhaldsfélaga, stjórnmála, stjórnsýslu og eftirlitskerfis.

Eins og er alveg greinilegt af lestri skýrslunnar. Hún er áfellisdómur yfir öllu sýsteminu.

Þarna hafa verið á ferðinni spilltir og gráðugir bankamenn, lítilþægir, lélegir og vanhæfir stjórnmálamenn, latir og slappir embættismenn, stjórnsýsla sem skortir algjörlega fagmennsku  – og alveg stóreinkennilegar boðleiðir í stjórnkerfi sem einkenndist af geðþótta, klíkuskap og persónupólitík.

Í rauninni finnst manni að þurfi nánast að leysa allt þetta kerfi upp. Kannski setja skilanefnd yfir það. Eftir skýrsluna verður ekki undan því vikist að gera miklar breytingar á íslenska stjórnkerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum