fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Smá athugasemd

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. mars 2010 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er fjölmiðlamaður, ekki pólitíkus. Er ekki viss um að pólitík myndi henta mér vel. Ég myndi held ég ekki rekast vel í flokki. Það væri erfitt fyrir mig að fara eftir línu frá einhverri flokksforystu eða spunamönnum, þar sem maður þarf að fara með einhverjar fyrirfram ákveðnar rullur eða jafnvel tala sér þvert um geð.

Í Silfri Egils koma fram alls konar raddir. Það er langt í frá að ég sé sammála þeim öllum. Ég var spurður að því hvers vegna ég hleypti fólki í þáttinn sem talaði „gegn þjóðarhag“. Ég get ekki skilið það öðruvísi en sem óbeina ritskoðunarkröfu; fjölmiðlamenn gæta ekki þjóðarhags. Skyldan er við tjáningarfrelsið, opna og lýðræðislega umræðu, ekki einhvern opinberan sannleika sem kann að henta stjórnvöldum hverju sinni.

Ég var ekkert sérlega trúaður á fræði Arthurs Laffer þegar hann kom fram í Silfrinu og talaði um skattakúrfuna sína, og ég set stóran fyrirvara við frásagnir Johns Perkins um efnahagslega leigumorðingja, við Max Keiser erum heldur ekki skoðanabræður um alla hluti, þótt hann hafi spáð rétt fyrir um hrun Íslands, og ég er heldur ekki viss um að ég myndi kjósa flokk Evu Joly og Alain Lipietz þótt ég hefði kost á.

Ég get nefnt fleira umdeilt fólk sem hefur komið í Silfrið: Daniel Hannan, Ayan Hirsi Ali, Björn Lomborg, Michael Hudson, Roger Boyes, Joseph Stiglitz. Þetta er fólk sem vekur heitar tilfinningar, það er áhugaverðir viðmælendur – en það er ekki þar með sagt að maður kvitti undir allt sem það segir eða geri það að leiðtogum lífs síns.

Viðtal í Silfrinu við Alex Jurshevski hefur orðið umdeilt. Hann varaði Íslendinga við að taka meiri lán. Talaði um að skuldastaða okkar væri nánast óbærileg. Sagði að við þyrftum að reyna að ná betri samningum við lánadrottna, en tók fram að við værum þó ekki á því stigi að við þyrftum að leita til Parísarklúbbsins svokallaðs. Síðan hefur þeirri sögu verið komið á flot að hann sé hrægrammur sem ætli að græða mikið fé á hruni íslenska hagkerfisins.

Samt er engin leið að horfa framhjá því að sjónarmiðin sem hann setti fram eru umhugsunarverð. Það virðist til dæmis vera meiri stemming fyrir því hjá stjórnarflokkunum að taka lán en að ráðast í niðurskurð á kerfinu.

Og maðurinn virðist þó ekki talinn ómarktækari en svo hann er að hitta tvær þingnefndir þessa dagana, ef ég skil rétt.

Svo má líka geta þess að þetta er nokkuð í anda þeirra sjónarmiða sem gætti fyrir hrun, að þeir sem flyttu Íslendingum vondar fréttir væru að gæta annarlegra hagsmuna. Þetta var til dæmis viðkvæðið gagnvart greinendum Danske bank sem spáðu mest og best fyrir um hrunið – það var eilíflega verið að halda því fram að þeir væru annað hvort öfundsjúkir eða að þeir ætluðu að græða á óförum Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu