Útvegsmenn veifa skýrslu frá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte sem segir að fyrningarleiðin leiði til gjaldþrots þeirra.
En ekki til dæmis skuldir útgerðarinnar sem eru metnar á að minnsta kosti 550 milljarða króna. Sem þýðir í raun að útgerðin er að veiða og veiða upp í skuldirnar sem hún hefur stofnað til.
Nema að lán fáist afskrifuð í stórum stíl. Gengið er reyndar afskaplega hagstætt útgerðinni á þessum tíma – nokkuð á kostnað margvíslegra annarra umsvifa í samfélaginu.
Deloitte er þó ekki alveg hlutlaus aðili í þessu máli. Fyrirtækið unnið mikið fyrir útgerðir í gegnum tíðina, eiginlega sérhæft sig í því. Í ljósi þess hvernig útgerðin er stödd – og þeirra fjármuna sem hafa runnið út úr greininni má spyrja hvort öll sú ráðgjöf hafi verið góð.
Lengi vel var reyndar einn eigandi Deloitte, Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, en í þeim banka er mikið af skuldum sjávarútvegsins.
Svona hafa hlutirnir tilheigingu til að bíta í skottið á sér á Íslandi.