fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Útvegsmenn og Deloitte

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. febrúar 2010 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvegsmenn veifa skýrslu frá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte sem segir að fyrningarleiðin leiði til gjaldþrots þeirra.

En ekki til dæmis skuldir útgerðarinnar sem eru metnar á að minnsta kosti 550 milljarða króna. Sem þýðir í raun að útgerðin er að veiða og veiða upp í skuldirnar sem hún hefur stofnað til.

Nema að lán fáist afskrifuð í stórum stíl. Gengið er reyndar afskaplega hagstætt útgerðinni á þessum tíma – nokkuð á kostnað margvíslegra annarra umsvifa í samfélaginu.

Deloitte er þó ekki alveg hlutlaus aðili í þessu máli. Fyrirtækið unnið mikið fyrir útgerðir í gegnum tíðina, eiginlega sérhæft sig í því. Í ljósi þess hvernig útgerðin er stödd – og þeirra fjármuna sem hafa runnið út úr greininni má spyrja hvort öll sú ráðgjöf hafi verið góð.

Lengi vel var reyndar einn eigandi Deloitte, Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, en í þeim banka er mikið af skuldum sjávarútvegsins.

Svona hafa hlutirnir tilheigingu til að bíta í skottið á sér á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!