Í Kiljunni í kvöld skoðum við bókasafn Páls Jónssonar sem varðveitt er í Héraðsbókasafninu í Borgarnesi. Páll var frá Örnólfsdal í Þverárhlíð, bjó lengst af í Reykjavík og starfaði við Borgarbókasafnið. Meðfram því var hann ástríðufullur bókasafnari og telur safn hans um 5000-7000 bindi og eru margt af því afar fágætar bækur. Margar bókanna batt Páll inn sjálfur af miklu listfengi.
Helgi Björnsson jöklafræðingur segir frá bók sinni Jöklar á Íslandi, en fyrir hana hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Guðrún Eva Mínervudóttir fræðir okkur um uppáhaldsbækur sínar.
Páll og Kolbrún ræða um þrjár bækur sem fjalla um ferðalög: Færeyskur dansur eftir Huldar Breiðfjörð, Enginn ræður för eftir Runólf Ágústsson og Landið sem aldrei sefur eftir Ara Trausta Guðmundsson.