fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Eyjan

Endurgerð á frábærum sjónvarpsþáttum

Egill Helgason
Mánudaginn 8. febrúar 2010 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef ekki séð þess getið hér í fjölmiðlum en kvikmyndin Edge of Darkness sem nú er sýnd í bíó er gerð eftir frægum breskum sakamálaþáttum með sama nafni. Þeir fjölluðu um lögreglumann sem fer að rannsaka innbrot í kjarnorkuver eftir að dóttir hans deyr með vofveiflegum hætti.

Þessi þættir þóttu setja alveg ný viðmið á sínum tíma, en þeir voru gerðir 1985, hafa oft verið nefndir sem eitthvert besta sjónvarpsefni sem hefur verið gert. Á vefnum Internet Movie Database fá þeir 9 í einkunn.

Þetta voru hápólitískir þættir, fjölluðu um leyndarhyggjuna og valdhrokann sem einkenndu Bretland á tíma Thatchers.

Aðalleikararnir voru Bob Peck, Joe Don Baker og Johanna Whalley, tónlistin var samin af Eric Clapton, en í bíómyndinni eru það Mel Gibson sem leikur lögreglumanninn Craven og Ray Winstone sem leikur Jedburgh, hinn dularfulla aðstoðarmann hans.

72341

Mel Gibson og Bob Peck í hlutverki lögreglumannsins Cravens – með 25 ára millibili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stýrivextir lækka og verða nú 7,5%

Stýrivextir lækka og verða nú 7,5%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Salan á Íslandsbanka gefur tilefni til myndarlegrar vaxtalækkunar Seðlabankans

Salan á Íslandsbanka gefur tilefni til myndarlegrar vaxtalækkunar Seðlabankans
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni