Ég hef ekki séð þess getið hér í fjölmiðlum en kvikmyndin Edge of Darkness sem nú er sýnd í bíó er gerð eftir frægum breskum sakamálaþáttum með sama nafni. Þeir fjölluðu um lögreglumann sem fer að rannsaka innbrot í kjarnorkuver eftir að dóttir hans deyr með vofveiflegum hætti.
Þessi þættir þóttu setja alveg ný viðmið á sínum tíma, en þeir voru gerðir 1985, hafa oft verið nefndir sem eitthvert besta sjónvarpsefni sem hefur verið gert. Á vefnum Internet Movie Database fá þeir 9 í einkunn.
Þetta voru hápólitískir þættir, fjölluðu um leyndarhyggjuna og valdhrokann sem einkenndu Bretland á tíma Thatchers.
Aðalleikararnir voru Bob Peck, Joe Don Baker og Johanna Whalley, tónlistin var samin af Eric Clapton, en í bíómyndinni eru það Mel Gibson sem leikur lögreglumanninn Craven og Ray Winstone sem leikur Jedburgh, hinn dularfulla aðstoðarmann hans.
Mel Gibson og Bob Peck í hlutverki lögreglumannsins Cravens – með 25 ára millibili.