fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar og vegirnir í Barðastrandasýslu

Egill Helgason
Föstudaginn 5. febrúar 2010 22:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er tengill á athyglisverða frétt frá 2002. Hún er skrifuð eftir að rætt var í þinginu um hvort forseti Íslands mætti tjá sig um pólitísk deilumál. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra taldi þá að Ólafur Ragnar Grímsson hefði farið yfir strikið í umræðu um alþjóðavæðingu á ráðstefnu hjá Norðurlandaráði

Í fréttinni er rifjað upp að þegar Ólafur var nýtekinn við embætti fór hann vestur í Barðastrandasýslu og talaði um hvað vegirnir þar væru vondir

Það mátti hann helst ekki segja, jafnvel þótt það væri satt. Reglan var eiginlega sú að forseti mætti ekki tjá sig um neitt sem tengdist pólitík nema spyrja ráðherra leyfis.

Halldór sagði í þinginu 2002:

Hér er verið að fjalla um það með hvaða hætti forseti Íslands kemur að umræðum í þessu samfélagi. Það urðu miklar deilur um það á sinni tíð þegar forseti Íslands gagnrýndi lélega vegi í Barðastrandarsýslu, það urðu engar deilur um það að vegirnir væru vondir, en mörgum þótti samt forseti Íslands hafa gengið býsna langt þá.“

Nú eru tímarnir breyttir. Það er nokkurs konar stjórnmálakreppa á Íslandi, valdatóm sem Ólafur er að fylla upp í, og nú fer hann milli fjölmiðla og segir það sem honum sýnist – án þess að spyrja ríkisstjórnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn