fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar og vegirnir í Barðastrandasýslu

Egill Helgason
Föstudaginn 5. febrúar 2010 22:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er tengill á athyglisverða frétt frá 2002. Hún er skrifuð eftir að rætt var í þinginu um hvort forseti Íslands mætti tjá sig um pólitísk deilumál. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra taldi þá að Ólafur Ragnar Grímsson hefði farið yfir strikið í umræðu um alþjóðavæðingu á ráðstefnu hjá Norðurlandaráði

Í fréttinni er rifjað upp að þegar Ólafur var nýtekinn við embætti fór hann vestur í Barðastrandasýslu og talaði um hvað vegirnir þar væru vondir

Það mátti hann helst ekki segja, jafnvel þótt það væri satt. Reglan var eiginlega sú að forseti mætti ekki tjá sig um neitt sem tengdist pólitík nema spyrja ráðherra leyfis.

Halldór sagði í þinginu 2002:

Hér er verið að fjalla um það með hvaða hætti forseti Íslands kemur að umræðum í þessu samfélagi. Það urðu miklar deilur um það á sinni tíð þegar forseti Íslands gagnrýndi lélega vegi í Barðastrandarsýslu, það urðu engar deilur um það að vegirnir væru vondir, en mörgum þótti samt forseti Íslands hafa gengið býsna langt þá.“

Nú eru tímarnir breyttir. Það er nokkurs konar stjórnmálakreppa á Íslandi, valdatóm sem Ólafur er að fylla upp í, og nú fer hann milli fjölmiðla og segir það sem honum sýnist – án þess að spyrja ríkisstjórnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“