fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Eyrnafíkjur, 5. janúar 2010

Egill Helgason
Laugardaginn 9. janúar 2010 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Jósefsson sendi þessa grein.

— — —

Forseti Íslands gaf landsmönnum sitt undir hvorn á Bessastöðum kl.  11 fyrir hádegi 5. janúar. Eyrnafíkjur þessar sem hann rétti okkur áttum  við skilið að fá  – enda þótt tilefnið í þetta sinn væri vægast sagt ekki vel til fundið.  Árið 2004 var tilefnið ærið –  frekur, geðillur forsætisráðherra settist ofan á þingmeirihluta sinn, og gekk fram af þjóð sinni með því að láta samþykkja fjölmiðlalög sem þjóðin var ekki tilbúin að sætta sig við enda voru stjórnarflokkarnir fljótir að draga lögin til baka til þess að ekki færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla.  –  Í þetta sinn var um að ræða gjörólíkt viðfangsefni löggjafans sem varðar nauðungarsamning okkar við tvær Evrópuþjóðir  sem ekki virðast skilja hvað er boðlegt og hvað ekki í samskiptum við 320 þúsund manna þjóð. –  Auðvitað er forsaga málsins hrein hörmung, ótrúlegt ábyrgðarleysi stjórnvalda sem í nafni frelsisins hleyptu misheppnuðum  bankaeigendum, bankastjórum, og öðrum bankastarfsmönnum  allt of langt sem þeir komust í skjóli fylgjenda ónýtrar hugmyndafræði.  En samt –  flest okkar vilja ekki að einn maður, forseti Íslands, geti einn tekið þá ákvörðun að vísa  frumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt sem lög til þjóðaratkvæðis.  Slík völd ber að fela annars vegar Alþingi  og einnig þjóðinni sjálfri.

Undanfarin sextíu og fimm ár hefur Alþingi aldrei getað framkvæmt endurskoðun á stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.  Stöku sinnum hafa Alþingismenn gert við eitthvað í stjórnarskránni sem þeim sjálfum hefur komið  vel að gera við  –  en alvöru endurskoðun sem nokkrum sinnum hefur verið á dagskrá hefur aldrei orðið nein. Og, nú,  eftir þessi sextíu og fimm ár sem liðin eru frá stofun lýðveldisins, er komið að þjóðinni sjálfri að efna til stjórnlagaþings og gera alvöru úr að skrifa stjórnarskrá Lýðveðldisins Íslands upp á nýtt, – í takt við tímann og þá reynslu sem við höfum af stjórnarformi því sem við höfum haft. Í reynd höfum við búið við það fyrirkomulag að framkvæmdavaldið, – ríkisstjórnin – pantar lög frá Alþingi sem þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar á að keyra í gegn helst á sem stystum tíma  –  Alþingi þar með einskonar hjálparkokkur framkvæmdavaldsins og alþingismenn  verkfæri meirhlutastjórnar á hverjum tíma.

Til þess að unnt verði að koma að þessu máli eins og fullorðið fólk  verða Íslendingar að kjósa sér stjórnlagaþing sem fær það verkefni að endurskrifa stjórnarskána í heild.  Á stjórnlagaþingi má ekki velja alþingismenn nema þá e.t.v. einn eða tvo   –  heldur fólk af  íslenskum þjóðfundi –  sem fjölbreyttasta blöndu  iðnaðarmanna, verzlunarmanna, bænda, sjómanna, verkamanna, kennara, lögfræðinga,  -, háskólamenntaðra, – karla og kvenna  –  borgarbúa,  dreifbýlisfólk, –  t.d. 30 til 40 manns –  og gefa þessu fólki einhvern tíma t.d. sex eða tólf mánuði til þess að koma saman á þingið, –  og megi fólk þetta kveðja til sín sérfræðinga á  þeim sviðum sem þurfa þykir.  Síðan verði ný stjórnarskrá borin undir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þessi texti nægir í bili.  Vona að hann geti orðið grundvöllur umræðna og síðan framkvæmda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB