fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Veruleikinn eins og hann er nú

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. janúar 2010 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa grein mína setti ég hér inn á vefinn í gærkvöldi.

— — —

Það síðasta sem Ísland þarf núna er einhvers konar stríð milli þings, forseta og ríkisstjórnar – með þjóð sem er klofin í fylkingar. Það mun engum gagnast nema öfgaöflum í samfélaginu ef menn leggjast í gagnkvæma heift og ásakanir fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni – sem mun vera ráðgerð 20. febrúar.

Við getum talað okkur hás um hvað Ólafur Ragnar sé fáránlegur, Jóhanna og Steingrímur ómöguleg og Bjarni og Sigmundur miklir lýðskrumarar. En það mun ekki færa okkur þumlung nær því að leysa málið. Við verðum einfaldlega að vinna út frá veruleikanum eins og hann er nú.

Icesave 2 er svo gott sem dautt – því verður greitt náðarhöggið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún kemur á skelfilegum tíma fyrir þjóðina, beint ofan í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ef þetta verður samþykkt, sem ég tel fjarska ólíklegt, er fórnarkostnaðurinn við það ansi hár.

Reyndar skilst mér að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi gefið ádrátt um að þeir væru til í að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni. Kannski er það ekki mjög lýðræðislegt, en fordæmið er til, frá 2004.

Eftir fréttaflutning síðustu daga ætti útlendum mönnum að vera ljóst að Íslendingar eru mjög tregir til að borga Icesave á þeim kjörum sem boðin eru. Við erum að uppskera talsverða samúð og skilning víða í erlendum fjölmiðlum.

Allister Heath skrifar til dæmis á vefinn City.A.M. undir yfirskriftinni Iceland sees the first anti bailout revolt.

Iceland will hopefully hand over some money, albeit on more sensible terms. But the last thing we need is for Britain, the IMF and the EU to push Reykjavik into total bankruptcy or nobody will get anything. Shame that Brown, a self-professed Keynesian, has actually failed to heed his master’s warnings.

Kannski er einfaldlega málið að við þurfum að krefjast betri samnings?  Öll saman. Það gæti jafnvel gert gæfumun ef vextirnir væru kringum 3,5 prósent frekar en 5,7 pósent eins og er nú.

Treystir íslenska ríkisstjórnin sér til að reyna að ná því fram? Eða eigum við að prófa að leita til alþjóðlegs sáttasemjara?

Sjálfur hef ég nokkrum sinnum stungið upp á Martti Ahtisaari, frægum málamiðlara og friðarverðlaunahafa Nóbels.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB