Það er forvitnilegt að fylgjast með umfjöllun um atburðina á Íslandi í erlendum fjölmiðlum. Stórblaðið Guardian helgar þessu heilan leiðara, minnir þar meðal annars á gömul orð forseta vors þar sem hann sagði að Íslendingar tækju áhættu, en gætu svo alltaf snúið heim í öryggisnetið heima:
„Back in 2005, the same President Grimsson who now wants to defy the world boasted in a speech to the City of London that „Icelanders are risk takers“. His words were prophetic: „if they fail, they can always go back to Iceland … the national fabric of our country provides a safety net which enables our business leaders to take more risks than others tend to do“.“