Í íslensku stjórnmálu er hefð fyrir því að hanga á ráðherrastólum. Nú er ríkisstjórnin í annað skipti gerð afturreka með Icesavesamning, í þetta skipti af forseta Íslands.
Jón Baldvin Hannibalsson segir í viðtali við Stöð 2:
„Ef ég hefði verið forsætisráðherra við þessi skilyrði væri ég löngu kominn til Bessastaða til þess að biðjast lausna fyrir ríkisstjórnina á þeim forsendum að forseti hefði fullyrt að það væri kominn nýr þingmeirihluti. Nú væri kominn tími til að þeir tækju við, ég ætlaði ekki að gera þriðju tilraun til þess að lenda þessu máli með samningum.“