fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Kostir ríkisstjórnarinnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. janúar 2010 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson segist sannfærður um að synjun sín á Icesave lögum leiði til sáttar. Það er kannski ofmælt.

En hvaða kosti á ríkisstjórnin – aðra en að segja af sér?

Það er ekki sérlega gæfulegt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu síðar í vetur um lög sem eru komin algjörlega upp í loft. Það er einboðið hver úrslitin yrðu. Atkvæðagreiðslan gæti þó einungis verið um þessi tilteknu lög, ekki hvort við ætlum yfirleitt að borga.

Líklegasti kosturinn er að stjórnin fari einfaldlega að fordæmi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar árið 2004, þegar Ólafur Ragnar synjaði fjölmiðlalögunum. Þá voru hurfu lögin einfaldlega, málið var látið niður falla.

Í Icesave er það þó ekki valkostur. Bretar og Hollendingar vilja fá niðurstöðu. Stjórninni er því nauðugur einn kostur að reyna fá þá til að setjast enn einu sinni að samnngaborði. Þá mætti kannski nota tækifærið og reyna að kalla virtan alþjóðlegan sáttasemjara á vettvang, mann til dæmis af kalíberi Martti Ahtisaari.

Allavega má kasta fram þeirri hugmynd. Þjóðin þolir varla miklu lengri deilur um þetta hörmungarmál.

(Annars spáði ég því um miðjan síðasta mánuð að Ólafur Ragnar myndi neita að skrifa undir, sjá hér – svo því sé haldið til haga.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar