fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Óskalög sjómanna

Egill Helgason
Mánudaginn 13. júní 2011 00:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var strákur voru Óskalög sjúklinga í útvarpinu á laugardögum en Óskalög sjómanna voru á fimmtudögum. Maður hlustaði á þessa þætti í þeirri von að myndi heyrast bítlalag, annað hvort með breskum bítlum eða íslenskri bítlahljómsveit.

Það var ekki beint offramboð á tónlist í þá daga. Útvarpsstöðin var bara ein og hljómplötueign á heimilum frekar takmörkuð. Þetta var á þeim tíma þegar allir hlustuðu meira og minna á það sama, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Óskalagaþættirnir tveir fóru semsé í sameiginlegan reynslubanka þjóðarinnar – það var Halldór Laxness sem spurði í tilefni af Óskalögum sjúklinga hvort músíkalskt fólk yrði aldrei veikt á Íslandi.

Oft gerðist ekkert, maður hlustaði heilan þátt á enda og það kom ekkert bítl. Stundum beið maður líka í ofvæni með segulband í von um að geta tekið upp eitthvert lag sem maður þráði að eiga.

Slíkt mistókst oftar en ekki, lagið kom ekki, segulbandið flæktist eða maður náði ekki að kveikja á því fyrr en of seint þannig að vantaði framan af laginu. Segulbandstækið sem ég hafði afnot af var minnir mig af tegundinni Grundig. Það var níðþungt og svo rammgert að eitt sinn rúllaði það niður langan stiga í ÍR-húsinu við Túngötu og var jafnheilt eftir og áður.

En maður heyrði öll sjómannalögin meðan maður hlýddi á Óskalög sjómannanna og lærði þau – þótt manni þætti þau flest hrútleiðinleg í þá daga. Þetta var allavega ekki músíkin sem maður vildi heyra.

Á sjó, Síldarvalsinn, Sigurður var sjómaður, Simbi sjómaður, Ship ohoj, Einsi kaldi úr Eyjunum, Hvítir mávar.

Svo verður maður gamall, fer að raula þetta og finnst það allt í einu dálítið skemmtilegt – rétt eins og þjóðlegur fróðleikur sem manni þótti einu sinni bæði hallærislegur og leiðinlegur en er nú farinn að leita á mann og birtast í ýmsum verkum manns.

Þetta er skrifað í tilefni af sjómannadeginum sem var í gær og skal áfram heita sjómannadagurinn þótt sumir vilji kalla það Hátíð hafsins. Það heiti hljómar eins og eitthvað sem er hannað á auglýsingastofu fyrir atbeina markaðsfræðinga, en hitt kallar fram mynd af þrautgóðum á raunastund – svo vitnað sé í heiti á frægum bókaflokki.

 

Screen Shot 2016-06-05 at 22.49.45

Óskalög sjómanna hétu víst réttu nafni Á frívaktinni. Í þessum greinarstúf kemur fram að þátturinn hafi byrjað árið 1956 en verið lagður af árið 1990. Fyrsti umsjónarmaðurinn var Guðrún Erlendsdóttir, sem síðar varð hæstaréttardómari, móðir söng- og leikstjörnunnar Hönsu. Hér má sjá hana í hljóðveri með bréf og kveðjur frá hlustendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn