
Það er ýmislegt sem getur komist á toppinn yfir ruglið sem var hér á árunum fyrir hrun.
Illugi Jökulsson nefnir vídeóleiguna sem fékk lánaðar 300 milljónir króna.
Það jafngildir leigu á 600 þúsund vídeóspólum.
Stundum hefur verið nefnt dæmið um pítsusjoppuna sem var með skuldir upp á tvo milljarða króna. Það er dálítið hrikalegt.
En svo eru auðvitað dæmi sem eru miklu stærri og ósvífnari en þetta.
Eins og til dæmis feðgarnir sem notuðu þjóðbanka Íslands – sem þeir fengu að eignast í gegnum klíkutengsl – eins og hraðbanka fyrir sjálfa sig.