fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Glötuð sjálfsmynd Samfylkingar – en þó aðallega VG

Egill Helgason
Mánudaginn 8. október 2012 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Páll Árnason, formannskandídat í Samfylkingunni, segir að flokkurinn hafi tapað sjálfsmynd sinni í ríkisstjórn með VG.

Samfylkingin hefur reyndar frekar óljósa sjálfsmynd, hún tók upp blairismann af krafti á árunum fyrir hrun, eftir hrunið hefur hún leitað meira í að vera hefðbundinn sósíaldemókrataflokkur. Árni Páll vill greinilega draga flokkinn nær miðjunni – en sósíaldemókratar eru per definitionem til vinstri.

Þess er þó að gæta að Samfylkingin hefur fórnað sáralitlu í þessari stjórn. Henni tókst með ógurlegum pólitískum klókindum að komast beint úr hrunstjórninni í stjórnina sem átti að taka til eftir hrunið – án þess að skipta forystusveit eða þinglið svo nokkru næmi.

Það eru Vinstri grænir sem hafa tapað sjálfsmyndinni. Þeir þurftu að undirgangast prógram Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, taka þátt í endurreisn kapítalísks bankakerfis og samþykkja aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Þetta hefur nánast eyðilagt flokk þeirra, meðan Samfylkingin hefur í raun hangið ágætlega saman. Helsta „fórn“ hennar er að hafa ekki getað efnt til stóriðjuframkvæmda, hluti flokksmanna er mjög spenntur fyrir slíku, en árferðið bæði hér heima og erlendis hefur reyndar verið þannig að fá tækifæri eru í stjóriðjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?