fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Smáir og veikir aðilar að sækja um Drekann?

Egill Helgason
Föstudaginn 27. júlí 2012 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson skrifar um útboð vegna rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ketill telur að félögin sem sækja um séu heldur smá og veik – þetta bendi ekki til mikils áhuga á svæðinu. Þetta eru félögin Eykon Energy (kennt við íslenskan stjórnmálamann), Kolvetni ehf og Valiant Petroleum og Íslenskt kolvetni ehf og Faeroe Petroleum.

Ketill skrifar að ekkert stórt félag sé í hópi umsækjandanna:

„Velta má fyrir sér hvort þetta séu sterkir umsækjendur. Kannski jafnvel svo sterkir að þeir séu framar björtustu vonum eins og forstjóri Orkustofnunar orðaði það? Um það eru sjálfsagt deildar meiningar.

Í þessu sambandi er fróðlegt að skoða hvaða félög hafa fyrst og fremst verið að fá leyfi í útboðum á færeyska og grænlenska landgrunninu og á öðrum nýjum olíuleitarsvæðum í nágrenni Íslands. Þarna eru risafélögin áberandi; olíufélög eins og bandarísku Chevron, ConocoPhillips, og ExxonMobil, frönsku GDF Suez og Total, ítalska Eni, bresk-hollenska Shell og síðast en ekki síst norska Statoil. En ekkert þessara félaga sótti um Drekasvæðið.

Ekki sóttust heldur dönsku nágrannar okkur hjá Mærsk Oil eða  Dong Energi eftir að komast á Drekann. Og heldur ekki ýmis þaulreynd félög sem kalla má áhættusækin, eins og t.d. Cairn Energy, Lundin Petroleum, Noble Energy eða Talisman.

Flest ofangreind félög eru með umtalsverða reynslu frá olíusvæðum í nágrenni Íslands. Af einhverjum ástæðum hefur fimm ára undirbúningur olíuteymis Orkustofnunar ekki ennþá náð að vekja áhuga eins einasta af þessum félögum á Drekasvæðinu. Reyndar bjuggust einhverjir við umsókn frá Statoil nú í öðru útboðinu. En þegar til kom skilaði hún sér því miður ekki.“

Ketill fjallar líka um vandkvæðin við olíuleitina á Drekasvæðinu:

„En þó svo Drekinn kunni að hafa olíu og gas í iðrum sínum og það jafnvel í miklu magni, þá gæti allt eins verið að ekki sé þarna deigan dropa að finna. Vert er að hafa í huga að Drekasvæðið er fremur lítið þekkt svæði og nokkuð fjarri öllum innviðum olíuleitar. Þarna er nákvæmlega engin reynsla af olíuborunum eða -vinnslu. Og basaltið á svæðinu mun sennilega gera leitina þar mun erfiðari og dýrari en t.d. gerist í lögsögu Noregs og Grænlands.

Þarna er hafdýpið líka ansið mikið, t.d. miklu meira en í Norðursjó. Og þó svo aldur jarðlaganna gefi möguleika á olíu er í reynd alger óvissa um hvort þarna sé eitthvað að hafa. Hver sá sem hyggst leggja fjármuni í olíuleit á Drekasvæðinu getur leyft sér að vonast eftir verulegum ávinningi, en verður líka að gera ráð fyrir að allt féð sem fer í olíuleitina tapist. 

Fjárfesting í alvöru olíuleit á Drekasvæðinu er sem sagt afar áhættusöm. Þess vegna er líklegt að fjármögnun fyrirtækja vegna olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu þurfi nær alfarið að koma sem eigið fé. M.ö.o. þurfa sérleyfishafarnir væntanlega ekki aðeins að ráða við verkefnið tæknilega séð heldur líka vera afar fjársterkir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling