fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Hugarórar og grá svæði

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. júlí 2012 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt hvað menn hafa mikla tilhneigingu til að rjúka upp af minnsta tilefni á Íslandi – það þarf ekki meira en einhvern orðróm.

Nú segir sveitarstjórnarmaður á Langanesi – sem er afskekktasti staður á Íslandi – að sig langi í höfn sem verði eins og Súez.

Það sér hvert mannsbarn að þetta eru órar í manninum – og það breytir engu þótt einhver plön hafi verið dregin upp vegna þessa í heimahögum mannsins.

Þótt einhvern tíma opnist siglingaleiðir um Norður-Íshafið verður Langanes ekki Súez. Það þarf ekki annað en að skoða landakort til að sjá að þetta eru órar.

Inni á Grímsstöðum á Fjöllum er kínverski auðmaðurinn Nubo með plön um að byggja hótel og ferðaþjónustu. Hann er reyndar kominn í algjöra ónáð eftir að hann sagði að Íslendingar væru vitleysingar. Hann hefur auðvitað fullan rétt á þeirri skoðun. Það er ekkert sem segir að þeir sem fjárfesta á Íslandi þurfi að vera aðdáendur lands og þjóðar.

Plön Nubos virðast harla skrítin – því er ekki að neita. En nú er semsagt kominn upp sá kvittur að þau tengist Súezævintýrinu á Langanesi og þá er fjöðrin allt í einu orðin að hæsnakofa og meira að segja farið að tala um Steingrím J. sem skúrkinn í málinu.

Eða eins og einn vandaðasti bloggari landsins skrifar:

„Böndin berast að Steingrími J. Sigfússyni eins og svo oft áður þegar mál komast á grá svæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling