
Observer birtir fréttaskýringu um ofboðslegar fjárhæðir sem komið er fyrir í skattaskjólum í heiminum. Upphæðin er sögð á við samanlagða landsframleiðslu Bandaríkjanna og Japans.
Eins og það er orðað í blaðinu – auðurinn flæðir ekki niður til fólksins heldur út í skattaskjólin.
John Christensen hjá Tax Justice Network var gestur í Silfri Egils fyrir fáum árum. Hann segir að þetta beri vott um stórkostlega óstjórn. Ójöfnuður sé miklu meiri en almenningur geri sér grein fyrir. „Fólkið á götunni hefur enga hugmynd um hvað óréttlætið sé orðið mikið,“ segir Christensen.
Í greinini er líka bent á smávægilegar fjárhæðir sem auðmenn borgi í skatta. Þarna er nefndur Philip Green, eigandi mikils verslunarveldis, sá sami og kom hingað eftir hrun og vildi eignast Baug fyrir smápeninga.
Í nýlegum mótmælaaðgerðum hrópaði fólk að Green:
„Where did all the money go? He took it off to Monaco!“