fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Pólitískur vetur Samfylkingarinnar

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. júlí 2012 08:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsti pólitíski vetur verður langur og erfiður mörgum.

Það er greint frá því á Vísi í dag Samfylkingin ætli að hafa prófkjör í október eða nóvember. Það er reyndar furðu snemma – því kosningar eru ekki fyrr en seinni partinn í apríl. Líklega mun þetta fyrirkomulag gagnast sitjandi þingmönnum, utanaðkomandi eiga erfiðara með að leggja í prófkjörsbaráttu svo löngu fyrir kosningar.

En það eru horfur á að þingmönnum Samfylkingarinnar fækki allverulega í kosningunum, þannig að baráttan um sætin verður hörð. Enn hefur enginn af þingmönnum flokksins lýst því yfir að hann sé að hætta.

Meiri líkur en minni eru taldar á að Jóhanna Sigurðardóttir hætti sem formaður fyrir kosningarnar. Hún getur reyndar að sumu leyti státað sig af ágætis árangri – en hún er forsætisráðherra á tíma þegar reiði fólks beinist að stjórnmálamönnum og ríkisstjórnir eru hvarvetna óvinsælar.

Efnahagsbatinn gæti auðvitað styrkt stöðu Samfylkingarinnar nokkuð – sem og sú staðreynd að flokkurinn verður líklega sá eini (fyrir utan Bjarta framtíð) sem mælir fyrir Evrópusambandsaðild í kosningunum. En formannsefnin sem helst eru nefnd eru býsna veik – Guðbjartur Hannesson, Katrín Júlíusdóttir, Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson eru ekki líkleg til að auka fylgi flokksins.

Athygli vekur að Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, er farinn að blogga af miklum móð – og að bloggfærslur hans eru þrælpólitískar. Það er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort hann hyggi á prófkjör hjá Samfylkingunni – Stefán er rökfastur og hefur mikið vald á alls kyns upplýsingum og ætti sjálfsagt mjög góðan séns. Hann hefur líka þann kost að hafa ekki komið nálægt hinni óvinsælu stjórn Jóhönnu. Stefán gæti jafnvel fest augun á formannssætinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling