
Spænska landsliðið bauð upp á ótrúlega sýningu í úrslitaleik Evrópukeppninnar í gær. Þeir gjörsigruðu hið frábæra lið Ítalíu.
Spænska liðið er nú komið í hóp bestu fótboltalandsliða allra tíma. Fer auðveldlega inn á topp fimm.
Margir hafa talið að besta fótboltaliðið sé Brasilía árið 1970, þá var Péle besti leikmaður veraldarinnar og liðið vann heimsmeistarakeppnina.
Það er hægt að nefna þýska liðið sem varð heimsmeistari 1974 – fyrirliðinn var Beckenbauer.
Hugsanlega franska liðið sem vann heimsmeistaramótið 1998 og varð Evrópumeistari 2000. Þetta var lið Zidanes.
Svo eru lið sem urðu ekki heimsmeistarar, Brasilía í heimsmeistaramótunum 1982 og 1986, á tíma Zicos og Socratesar, og hollenska liðið sem lék í úrslitum HM 1974 og 1978, það var lið Cryuffs og Neeskens.

Skemmtileg mynd úr úrslitaleiknum í gærkvöldi, markvörður Ítala Buffon og Torres, framherji Spánverja. Buffon er einn litríkasti og skemmtilegasti leikmaður keppninnar.