
The Economist birtir forsíðugrein um The Vanishing North, norðrið sem er að hverfa. Greinin fjallar um heimskautaísinn sem bráðnar ört og sóknina í auðlindir sem leynast undir honum. Blaðið segir að Norður-Íshafið hlýni tvöfalt hraðar en aðrir staðir á jörðinni.
Blaðið segir að mikið sé í húfi fyrir þjóðirnar í kringum heimskautið – Ísland er ekki nefnt í greininni – en hins vegar séu hætturnar miklu meiri og þá aðallega vegna hlýnunarinnar. Yfirborð hafsins muni hækka og hafstraumar gætu verið í hættu.
Blaðið segir að Norðurheimskautið sé líklega glatað, en vonandi sé ekki enn of seint að bregðast við hlýnun loftslagsins.